Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. júlí 2022 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag reyndi að sannfæra Matic um að vera áfram
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

AS Roma hefur verið duglegt á leikmannamarkaðinum í sumar og krækti í Nemanja Matic á frjálsri sölu eftir fimm ár hjá Manchester United.


Matic nýtur þess að spila fyrir Jose Mourinho sem hefur fengið hann til liðs við sig þrisvar sinnum á ferlinum, fyrst hjá Chelsea, svo Man Utd og núna Roma.

Matic verður 34 ára um mánaðamótin og skrifaði serbneski varnartengiliðurinn undir eins árs samning með möguleika á eins árs framlengingu.

Hann kemur inn í leikmannahóp Roma með sterkan persónuleika og mikla reynslu sem gæti reynst afar dýrmæt í Serie A.

Erik ten Hag nýráðinn knattspyrnustjóri Man Utd vildi halda Matic hjá félaginu en leikmaðurinn valdi frekar að spila fyrir læriföður sinn í Róm samkvæmt frétt í The Athletic.

Ten Hag reyndi að sannfæra Matic um að vera áfram vegna þess að liðinu vantar háværan leiðtoga á miðjuna. Ten Hag leit á Matic sem mikilvægan varafyrirliða og var svekktur að sjá hann fara.

Rauðu djöflarnir eru með Scott McTominay, Fred og Donny van de Beek sem geta spilað á miðjunni en aðeins sá fyrstnefndi er með svipaða líkamsburði og Matic.


Athugasemdir
banner
banner
banner