Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   þri 30. júlí 2024 21:16
Atli Arason
Aníta: Þurfum eitthvað nýtt þegar langir boltar virka ekki
Kvenaboltinn
Aníta Lind er leikmaður Keflavíkur
Aníta Lind er leikmaður Keflavíkur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Aníta Lind Daníelsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var hneyksluð yfir frammistöðu síns liðs í síðari hálfleik eftir 4-2 tap gegn Þrótti í Laugardalnum í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Keflavík

Ég á ekki orð yfir þessum seinni hálfleik. Það er eitthvað sem við þurfum að laga og líka að spila boltanum. Þegar það er ekki að virka að senda langa bolta, þá þurfum við að finna eitthvað nýtt. Við reyndum og reyndum í dag og það var ekki að virka,“ sagði Aníta Lind í viðtali við Fotbolti.net eftir leik.

Vítaspyrnan sem Aníta skoraði úr var svolítið umdeild en Aníta féll sjálf niður í teignum eftir klafs í kjölfar hornspyrnu Keflavíkur. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en Aníta var ekki í nokkrum vafa.

Þetta var víti. Ég var á hreyfingu endalaust og það var búið að vera að halda í mig í hinum tveimur hornspyrnunum á undan. Ég ætlaði að ná mér lausri en hún sparkar bara undan mér löppunum. Fyrir mér var þetta alltaf víti,“ svaraði Aníta ákveðinn.

Keflvíkingar sitja áfram fastar við botninn eftir tapið í dag. Aníta skorar liðsfélaga sína í að nota næstu 11 daga til að skoða leik liðsins betur, ef ekki á illa að fara.

Við þurfum að vera betri í að halda bolta. Vera aðeins ákveðnari og klára það út allan leikinn. Það er aðeins að síga af okkur í seinni hálfleikjunum, sem er ekki nógu gott,“ sagði Aníta Lind Daníelsdóttir, leikmaður Keflavíkur, að endingu en viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner