Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   fös 30. ágúst 2024 12:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr leikmaður Arsenal axlarbrotnaði - Gabriel lenti á honum
Mikel Merino, nýr leikmaður Arsenal, er meiddur og verður frá næstu vikurnar.

Merino gekk í raðir Arsenal frá Real Sociedad í vikunni en það var langur aðdragandi að þessum kaupum. Það voru viðræður í gangi á milli félaganna í margar vikur.

Merino er byrjaður að æfa með Arsenal en hann meiddist illa á æfingu með liðinu.

Merino lenti illa og Gabriel, varnarmaður liðsins, lenti ofan á honum og við það axlarbrotnaði hann.

Búist er við því að Merino verði frá í nokkrar vikur.
Athugasemdir
banner
banner