Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. september 2022 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Kristian Nökkvi gerði jöfnunarmarkið gegn PEC Zwolle
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn og gerði jöfnunarmark Jong Ajax á útivelli gegn PEC Zwolle í B-deild hollenska boltans.


Leiknum var að ljúka rétt í þessu þar sem heimamenn í Zwolle spiluðu manni færri nánast allan tímann en voru nálægt því að krækja í öll stigin.

Zwolle er meðal bestu liða B-deildarinnar og tók forystuna í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera manni færri. Kristian Nökkvi jafnaði fyrir varalið Ajax og tryggði sínum mönnum stig.

Ajax er með 12 stig eftir 9 umferðir en Zwolle er í toppbaráttunni með 20 stig.

Aron Elís Þrándarson var þá ónotaður varamaður í markalausu jafntefli hjá Óðinsvé á útivelli gegn Álaborg.

Odense er um miðja deild eftir jafnteflið, með 14 stig eftir 11 umferðir. 

Zwolle 1 - 1 Jong Ajax
1-0 H. Medunjanin ('62)
1-1 Kristian Nökkvi Hlynsson ('80)
Rautt spjald: J. Schendelaar, Zwolle ('12)

AaB 1 - 1 OB
1-0 L. Kramer ('15)
1-1 B. Kadrii ('57)


Athugasemdir
banner
banner