Þýska félagið Schalke 04 er búið að reka Thomas Reis úr þjálfarastólnum eftir tæpt ár í starfi.
Reis er níundi þjálfari aðalliðs Schalke sem fer úr starfi á fjóru og hálfu ári, eða síðan í mars 2019. Frank Kramer, Mike Buskens, Dimitrios Grammozis, Christian Gross, Manuel Baum, David Wagner og Huub Stevens hafa allir stýrt félaginu á einhverjum tímapunkti á undanförnum árum. Huub Stevens stýrði félaginu í tvígang sem bráðabirgðastjóri.
Schalke féll úr efstu deild þýska boltans á síðustu leiktíð og var markmiðið fyrir nýtt tímabil skýrt, að fara beint aftur upp.
Slök byrjun á tímabilinu gerði stjórnendur félagsins órólega og var ákveðið að reka Reis eftir 3-1 tap á útivelli gegn Paderborn í gær.
Schalke er aðeins með sjö stig eftir átta fyrstu umferðirnar.
Athugasemdir