Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   lau 30. september 2023 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu svakalegt mark Bjarka Steins í dag
watermark
Mynd: Getty Images
Mosfellingurinn Bjarki Steinn BJarkason skoraði gull af marki í 3-1 sigri Venezia á Modena í B-deildinni á Ítalíu.

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia, en þeir Bjarki Steinn og Hilmir Rafn MIkaelsson voru báðir á bekknum.

Bjarki kom inn af bekknum á 62. mínútu og tuttugu mínútum síðar gerði hann út um leikinn með stórfenglegu marki af 25 metra færi eða svo.

Algerlega stórbrotið mark og ekki amalegt heldur að þetta hafi verið hans fyrsta mark fyrir félagið.Birkir Bjarnason var þá í byrjunarliði Brescia sem gerði 1-1 jafntefli við Ascoli. Hann fór af velli í hálfleik, en Brescia er í 10. sæti með 9 stig, sex stigum frá Venezia sem er í öðru sæti.

Hjörtur Hermannsson var á bekknum hjá Pisa sem tapaði fyrir Cozenza, 2-1. Pisa er í 13. sæti með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner