Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   mán 30. september 2024 15:02
Elvar Geir Magnússon
Popp hættir með landsliðinu
Mynd: EPA
Þýski landsliðsfyrirliðinn Alexandra Popp hefur tilkynnt að hún muni leggja landsliðsskóna á hilluna í næsta mánuði.

Þessi 33 ára sóknarmaður Wolfsburg lék sinn fyrsta landsleik fyrir Þýskaland 2010 og hefur skorað 67 mörk í 144 leikjum.

Hún mun leika sinn 145. og síðasta landsleik gegn Ástralíu þann 28. október, þremur dögum eftir leik gegn Englandi.

Popp vann Ólympíuleikana með Þýskalandi 2016 og lék fjórum sinnum á HM. Hún fór með Þýskalandi í úrslitaleik EM 2022 þar sem liðið tapaði gegn Englandi í framlengingu.

Popp er samningsbundin Wolfsburg til júní á næsta ári en hún hefur leikið fyrir félagið síðan 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner