
Besta deild kvenna heldur áfram að rúlla í kvöld. Það eru tveir leikir á dagskrá þar sem Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari með sigri gegn Þrótti á útivelli.
Fyrrum landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir spáir í leikina sem eru framundan en hún er í dag í þjálfarateymi ÍBV sem spilar í Bestu deildinni næsta sumar.
Fyrrum landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir spáir í leikina sem eru framundan en hún er í dag í þjálfarateymi ÍBV sem spilar í Bestu deildinni næsta sumar.
Efri hluti
Þróttur 2 - 3 Breiðablik (18:00 í kvöld)
Stórleikur þar sem mikið er í húfi fyrir bæði lið. Þetta verður markaleikur þar sem bæði lið spila góðan sóknarbolta. Nik og Edda eru að gera góða hluti með Blika liðið. Blikar vinna 3-2 og þar með tryggja sér titilinn. Berglind Björg heldur áfram að skora og setur þrennu. Katie og Sæunn skora mörkin fyrir Þróttara.
Víkingur 1 - 1 Valur (18:00 í kvöld)
Bæði lið að spila uppá stoltið. Þetta verður lokaður leikur og ekki mikið um færi. Valur kemst yfir með skallamarki frá Örnu Sif eftir hornspyrnu frá Önnu Rakel en Víkingar jafna svo með marki frá Bergdísi, beint úr aukaspyrnu.
Stjarnan 1 - 2 FH (18:00 á morgun)
Þetta verður spennandi leikur þar sem bæði lið hafa verið að spila vel. FH vill ná 2. sætinu og mikið í húfi. Þetta verður opinn leikur og mikið sótt à báða bóga. Ingibjörg Lúcía kemur Stjörnunni yfir með frábæru skoti en FH nær að jafna með marki frá Thelmu Kareni. Hún tryggir svo sigurinn með alvöru liðsmarki, beint af æfingasvæðinu.
Neðri hluti
FHL 1 - 1 Þór/KA (15:00 á laugardag)
Ekki mikið í húfi fyrir bæði lið nema Þór/KA er að berjast um 7 sætið við Fram. Þetta verður jafn leikur og mikil barátta. Þór/KA kemst yfir með marki frá Huldu Ósk en FHL sækir í sig veðrið og leitar eftir jöfnunarmarki. Mikaela Nótt skorar síðan eftir hornspyrnu og jafnar metin.
Fram 2 - 0 Tindastóll (16:15 á laugardag)
Það er gaman að sjá nýliðana halda sæti sínu í efstu deild, virkilega flott lið. Hrós á liðið og þjálfarateymið. Þær halda áfram að safna stigum í pokann og stefna á 7. sætið. Þær munu stjórna leiknum frá fyrstu mínútu. Murielle setur eitt og Hildur María skorar síðan svakalegt mark og gulltryggir sigurinn.
Fyrri spámenn
Adda Baldurs (5 réttir)
Bára Kristbjörg (4 réttir)
Guðmunda Brynja (4 réttir)
Margrét Lára (4 réttir)
Magnús Haukur (4 réttir)
Vigdís Lilja (4 réttir)
Mist Rúnarsdóttir (4 réttir)
Hulda Ösp (3 réttir)
Katla Guðmunds (3 réttir)
Guðný Geirs (3 réttir)
Orri Rafn (3 réttir)
Guðrún Karitas (3 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Gylfi Tryggvason (3 réttir)
Emelía Óskarsdóttir (3 réttir)
Hörður Bjarnar (2 réttir)
John Andrews (2 réttir)
Ásta Eir (2 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í Bestu deild kvenna eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 19 | 16 | 1 | 2 | 78 - 17 | +61 | 49 |
2. FH | 19 | 12 | 3 | 4 | 45 - 22 | +23 | 39 |
3. Þróttur R. | 19 | 12 | 3 | 4 | 37 - 24 | +13 | 39 |
4. Valur | 19 | 8 | 4 | 7 | 31 - 28 | +3 | 28 |
5. Stjarnan | 19 | 9 | 1 | 9 | 33 - 37 | -4 | 28 |
6. Víkingur R. | 19 | 8 | 1 | 10 | 42 - 42 | 0 | 25 |
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór/KA | 19 | 8 | 0 | 11 | 34 - 41 | -7 | 24 |
2. Fram | 19 | 8 | 0 | 11 | 28 - 43 | -15 | 24 |
3. Tindastóll | 19 | 5 | 2 | 12 | 22 - 47 | -25 | 17 |
4. FHL | 19 | 1 | 1 | 17 | 11 - 60 | -49 | 4 |
Athugasemdir