fös 30. október 2020 18:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan og Breiðablik fara í Evrópukeppni - KR situr eftir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hulda Margrét
Nú fyrir skemmstu tilkynnti KSÍ að keppni í Íslandsmótinu væri hætt. Samkvæmt 5. greinar reglugerðar KSÍ kemur fram að ef mótinu er ekki lokið skal meðalfjöldi stiga ráða til um lokaniðurstöðu liðanna í deildinni.

Það þýðir að Valur verður Íslandsmeistari karlamegin. Á sama tíma þýðir það að Grótta og Fjölnir eru fallin úr deildinni, eitthvað sem var mjög líklegt að myndi gerast.

Evrópubaráttan var mjög jöfn og spennandi. Í 6. grein reglugerðarinnar kemur fram að þáttaka liða í Evrópukeppni ársins skuli ráðast af þeirra í efstu deild Íslandsmótsins. Fjögur lið voru að berjast um tvö laus sæti. Breiðablik, Stjarnan, KR og Fylkir voru í baráttunni um 3. og 4. sætið. 4. sætið veitir Evrópusæti þar sem ekki verða krýndir Mjólkurbikarmeistarar þetta árið.

Niðurstaðan samkvæmt reglugerðarinnar Breiðablik og Stjarnan í 3. og 4. sæti og fara því í forkeppni Evrópudeildarinnar ásamt FH sem endar í 2. sæti. Valur fer í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Íslandsmót
Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið. Skulu þá Íslandsmeistarar krýndir og lið færast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í öllum deildum á Íslandsmóti hefðu verið leiknir.

Bikarkeppni
Í samræmi við 5. grein reglugerðarinnar verður ekkert lið krýnt Mjólkurbikarmeistari 2020.

Þátttaka í Evrópukeppnum
Í 6. grein reglugerðarinnar er fjallað um þátttöku í Evrópukeppnum. Þar kemur fram að þátttaka liða í Evrópukeppni ársins 2021 skuli ráðast af röð þeirra í efstu deild Íslandsmótsins. Jafnframt kemur fram að náist ekki að ljúka keppni í bikarkeppni karla, en Íslandsmóti lýkur samkvæmt grein 5.1.1. leikur liðið í 4. sæti efstu deildar Íslandsmóts í Evrópukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner