Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. nóvember 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Arnar og Sigurður taka við Víði Garði (Staðfest)
Arnar (til vinstri) og Sigurður (til hægri).
Arnar (til vinstri) og Sigurður (til hægri).
Mynd: Getty Images
Víðir Garði hefur ráðið Arnar Smárason og Sigurð Elíasson sem þjálfara fyrir næsta tímabil í 3. deildinni.

Víðir féll úr 2. deildinni á nýliðnu tímabili en Hólmar Örn Rúnarsson, sem þjálfaði liðið í sumar, tók við Njarðvík á dögunum ásamt Bjarna Jóhannssyni.

Sigurður 32.ára gamall fyrrverandi leikmaður Víðis með 88 leiki fyrir Víðir. Hann hefur starfað sem aðstoðarþjálfari mfl. kk Víðis, hann hefur einnig verið aðstoðarþjàlfari Þrótts Í Vogum og nú síðast aðalþjálfari GG.

Arnar Smárason er 31 árs gamall, fyrrum leikmaður Víðis með 65 leiki. Hann hefur starfað síðastliðin ár sem yngri flokka þjálfari Reynis/Víðis og jafnframt sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins.

„Við sendum þakkir til félaga okkar i GG fyrir liðlegheitin að hleypa Sigga aftur heim⚽️ Framtíðin er björt í Garðinum og við hlökkum til komandi tímabils og bjóðum þá hjartanlega velkomna til starfa 💙" segir á Facebook síðu Víðis.
Athugasemdir
banner
banner