Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. nóvember 2020 14:50
Elvar Geir Magnússon
Tekur Gordon Strachan við Celtic?
Gordon Strachan.
Gordon Strachan.
Mynd: Getty Images
Skoska stórliðið Celtic í Glasgow hefur byrjað nýtt tímabil afskaplega illa og talað um að sæti Neil Lennon sé orðið heitt.

Celtic er ellefu stigum á eftir toppliði Rangers í skosku úrvalsdeildinni en á tvo leiki til góða. Þá er Celtic fallið úr leik í bikarnum og Evrópudeildinni.

Samkvæmt veðbönkum er reynsluboltinn Gordon Strachan talinn líklegastur til að verða næsti stjóri Celtic ef Lennon verður rekinn.

Strachan var stjóri Celtic 2005 - 2009.

Eddie Howe, fyrrum stjóri Bournemouth, er einnig talinn líklegur og þar fyrir aftan á listum veðbanka má finna Henrik Larsson, fyrrum leikmann Celtic, og Roy Keane.

Samkvæmt breskum fjölmiðlum þá var Lennon kallaður á fund með æðstu mönnum Celtic í dag og talið að dagar hans í starfi verði brátt taldir.

Lennon hefur fimm sinnum gert Celtic að Skotlandsmeisturum.
Athugasemdir
banner
banner