Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 30. nóvember 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Dybala hefði getað spilað fyrir Pólland
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Það verður risastórleikur á HM í kvöld þegar Pólland og Argentína eigast við í lokaumferð C-riðils.

Pólland þarf að minnsta kosti jafntefli til að komast áfram. Argentína er örugg áfram með sigri. Ef Argentína gerir jafntefli kemst liðið bara áfram ef Sádarnir gera jafntefli líka.

Athygli vekur að Paulo Dybala, leikmaður Roma, hefur verið ónotaður varamaður hjá Argentínu á mótinu.

„Það eru taktískar ástæður fyrir því að hann hefur ekki spilað. Paulo er góður þó hann vilji auðvitað spila. Sjáum hvað gerist í næsta leik," segir Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu.

Dybala hefur leikið 34 landsleiki fyrir Argentínu en hann hefði á sínum tíma getað valið Pólland. Boleslaw Dybala, afi hans, var frá Póllandi en flúði til Argentínu í seinni heimsstyrjöldinni þegar nasistar hertóku heimabæ hans.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner