Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 30. nóvember 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bellingham bætti met hjá Real og eigið persónulegt met
Mynd: EPA
Jude Bellingham skoraði fjórtán mörk fyrir Borussia Dortmund á síðasta tímabili og þótti hann þá hafa átt virkilega gott tímabil.

Hann er nú þegar kominn með fimmtán mörk á þessu tímabili og það einungis í sextán leikjum

Hann bæði skoraði og lagði upp í 4-2 sigri Real Madrid gegn Napoli í Meistaradeildinni í gær.

Enski landsliðsmiðjumaðurinn var keyptur til Real og hefur raðað inn mörkunum á Spáni. Honum hefur einungis mistekist að skora í fjórum leikjum til þessa með nýja liðinu sínu.

Ásamt því að bæta persónulegt met í gær, þá varð hann sá fyrsti leikmaður í sögu Real Madrid til að skora í fyrstu fjórum leikjum sínu með Real í Meistaradeildinni.

Leikurinn var liður í fimmtu umferð riðlakeppninnar en Bellingham var ónotaður varamaður í fjórðu umferðinni og því var þetta hans fjórði leikur með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner