Færeyska úrvalsdeildin hefur verið að skoða breytingar á fyrirkomulagi á deildarkeppni hjá sér.
Nýverið var kosið um breytingu þar sem deildinni yrði skipt í tvennt, líkt og hefur verið gert hér á Íslandi undanfarin tvö tímabil.
Tíu lið eru í efstu deild í Færeyjum en hugmyndin var að skipta deildinni eftir 18 leiki þannig að efstu sex liðin færu í efri hlutann og neðri fjögur myndu berjast um fall.
Alls kusu 17 félög um breytinguna en aðeins þrjú félög kusu með henni, og var henni því hafnað.
Færeyska úrvalsdeildin er núna með þrefalda umferð og eru 27 leiki spilaðir. Tímabilið er frá mars fram í október, en það er spurning hvort það þurfi nokkuð að breyta einhverju.
The proposal to change the Faroese league system has unofficially been rejected. National broadcaster has asked all 17 clubs and only 3 are unconditionally for the change.
— Tróndur Arge (@ArgeTrondur) November 29, 2023
I do get the feeling that clubs and supporters welcome the discussion.#football pic.twitter.com/xxu51WI7Fd
Athugasemdir