Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   fim 30. nóvember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Vörn Man Utd lekur inn mörkum - Versta byrjun liðsins í 60 ár
Mynd: Getty Images
Varnarleikur Manchester United hefur ekki verið upp á marga fiska þennan fyrri hluta leiktíðar en liðið setti nýtt og óeftirsóknarvert met í 3-3 jafntefli liðsins gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í gær.

Einstaklingsmistök urðu til þess að United tapaði niður unnum leik og þarf liðið nú kraftaverk til að komast upp úr A-riðlinum.

André Onana, markvörður United, hefur ekki staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Á þessu tímabili hefur United fengið á sig 33 mörk í 20 leikjum í öllum keppnum, en þarf að telja sextíu ár aftur í tímann til að finna verri byrjun á tímabilinu.

Tímabilið 1962-1963 fékk liðið á sig 43 mörk í fyrstu 20 leikjum tímabilsins. Liðið hafnaði í 19. sæti deildarinnar það tímabilið, aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Tímabilið var þó ekki alslæmt því liðið vann enska bikarinn og tryggði sér þannig sæti í Evrópukeppni.


Athugasemdir
banner
banner
banner