Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 31. janúar 2023 12:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barcelona skoðar að fá Elanga
Mynd: EPA
Barcelona skoðar að fá inn sóknarmann undir lok gluggans þar sem Ousmane Dembele mun missa af næstu leikjum vegna meiðsla og Memphis Depay er farinn til Atletico Madrid.

Eitt af nöfnunum sem hafa verið nefnd í tengslum við Barcelona er Anthony Elanga, leikmaður Manchester United.

Elanga er tvítugur sóknarmaður sem hefur verið í takmörkuðu hlutverki hjá United á tímabilinu. Hann hefur einnig verið orðaður við Everton, Dortmund og PSV í glugganum.

Barcelona er líka sagt vera skoða að fá inn hægri bakvörð þar sem Hector Bellerin er á förum til Sporting í Portúgal. Þá hefur félagið reynt að fá Sofyan Amrabat á láni frá Fiorentina.

Önnur tíðindi af United eru það að Charlie McNeill, nítján ára framherji, er farinn á láni til Newport út tímabilið. Hann kom við sögu í einum leik í Evrópudeildinni fyrir áramót.
Athugasemdir
banner
banner
banner