Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 31. mars 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Nikola Djuric (Breiðablik/Haukar)
Mynd: PlayerProfile
Danijel Dejan Djuric
Danijel Dejan Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Billy Gilmour
Billy Gilmour
Mynd: Getty Images
Ísak Snær Þorvaldsson
Ísak Snær Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikola Djuric var nú eftir áramót lánaður í lið Hauka frá Breiðabliki. Nikola fór til Danmerkur frá Breiðabliki en ákvað að halda heim til Íslands.

Fótbolti.net spjallaði vil Nikola þegar ljóst væri að hann væri kominn heim og fór yfir stöðuna á þeim tímapunkti. Í dag sýnir Nikola á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Nikola æfir með Blikum: Vil sanna mig upp á nýtt

Fullt nafn: Nikola Dejan Djuric

Gælunafn: Niko

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: A lausu eins og staðan er núna.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég lék minn fyrsta meistaraflokksleik árið 2018.

Uppáhalds drykkur: Blár Powerade er ekkert eðlilega góður.

Uppáhalds matsölustaður: Hamborgarafabrikkan

Hvernig bíl áttu: Ég keyri um á Volkswagen núna.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break

Uppáhalds tónlistarmaður: Post Malone

Fyndnasti Íslendingurinn: Steind Jr.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Snickers, bláber og Oero.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Við sjáumst á skrifstofunni i dag kl 17:00, fundur með þjalfaranum

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Fjölnir

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Billy Gilmour

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: margir góðir þjálfarar sem hafa þjalfað mig, get ekki valið á milli.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ísak Snær þegar hann var í Aftureldingu, það var ekki hægt að taka boltann af honum.

Sætasti sigurinn: þegar við unnum Stjörnuna i úrslitum á N1 mótinu

Mestu vonbrigðin: þegar við töpuðum gegn Fjölni í úrslitum í 3. flokki

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Valgeir Valgeirsson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Cecilía Rán í Fylki og Danijel Dejan Djuric í Midtjylland.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Benedikt Warén

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Alexandra Jóhanns

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7 er geitin.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Páll Hróar.

Uppáhalds staður á Íslandi: Fífan 100%

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: ekkert sem mér dettur i hug.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: stilli vekjaraklukkuna

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já ég fylgist með Tennis, NBA og Formula 1

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Var alltaf í Mercurial Vapor en er nú í Tiempo.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði er ekkert eðlilega þreyt

Vandræðalegasta augnablik: þegar ég fékk rautt spjald á Dana cup fyrir dýfu i undanúrslita leiknum, það var helvíti svekkjandi en þetta var seinna gula þannig þetta var ekki beint rautt spjald,

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi taka Sigurjón hann er ekkert eðlilega klár hann kemur alltaf með, Fannar Óla til að halda ró i mannskapinn, og Bjarna Hafstein uppá funnið

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Máni Mar hinn íslenski Harry Maguire

Hverju laugstu síðast: ég laug siðast að ég hafi tekið til i herberginu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun og hlaup úfffff

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: vakna 10:00 fer i fotbolta með strákunum i hadeginu, kem heim kl 16:00 og svo horfi ég á einhv þætti og hlusta á Podcöst,
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner