Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 31. maí 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Garay ósáttur með hvernig Valencia hefur komið fram
Garay er ósáttur með hvernig hefur verið komið fram við sig.
Garay er ósáttur með hvernig hefur verið komið fram við sig.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn argentíski Ezequiel Garay er ósáttur með það hvernig hefur verið komið fram við sig hjá spænska úrvalsdeildarfélaginu Valencia.

Garay er samningsbundinn Valencia til 30. júní, en hann segir að félagið hafi verið að leka ósönnum sögum um launakröfur sínar.

Hinn 33 ára gamli Garay, sem leikið hefur með Valencia frá 2016 deildi óánægju sinni á samfélagsmiðlum. „Þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem ég tala svona opinskátt og þetta gerir mig sorgmæddan."

„Fólk hjá félaginu hefur verið í herferð gegn mér, það hefur reynt að vanvirða mig sem atvinnumann og sem persónu. Þetta byrjaði allt þegar því var lekið að ég hefði hafnað tilboði upp á 2,7 milljónir evra í árslaun og það er algerlega ósatt. Það var sagt að ég vildi ekki vera hjá félaginu sem er ekki heldur satt."

Garay segist hafa náð munnlegu samkomulag við Valencia þann 13. nóvember síðastliðinn, en það var ekki gert skriflegt. Skilmálarnir breyttust í janúar, en eftir að hann fór í aðgerð í febrúar hefur hann ekkert heyrt varðandi nýjan samning."

Garay hafnaði því að lækka laun sín hjá Valencia í kórónuveirufaraldrinum. Hann segist hafa boðist til þess, en að Valencia hafi krafist þess að hann myndi lækka laun sín enn meira en hann bauðst til.

Garay segist hafa viljað vera áfram hjá Valencia, en það sé ekki undir honum komið. Hann mun yfirgefa Valencia í sumar.
Athugasemdir
banner
banner