Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 31. maí 2020 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool gegn Newcastle valinn besti leikur sögunnar
McManaman í sárum á meðan leikmenn Newcastle fagna. Liverpool endaði sem sigurvegari leiksins og Newcastle missti af titlinum.
McManaman í sárum á meðan leikmenn Newcastle fagna. Liverpool endaði sem sigurvegari leiksins og Newcastle missti af titlinum.
Mynd: Getty Images
Match of the Day heldur úti hlaðvarpsþættinum Top 10 á meðan ekki er leikið í ensku úrvalsdeildinni.

Alls komu þrettán leikir til greina sem besti leikur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar því Ian Wright og Alan Shearer, umsjónarmenn þáttarins, gátu ekki sannmælst um tíu bestu leikina.

Hlustendur völdu 4-3 sigur Liverpool á Newcastle besta leik sögunnar. Leikurinn fór fram á Anfield þann 3. apríl árið 1996.

Shearer: „Newcastle var með tólf stiga forskot á Manchester United í janúar en það fór minnkandi. Þetta var leikur sem Newcastle þurfti að ná í úrslit úr, leikurinn bauð upp á allt. Þetta hafði svo mikið vægi og Kevin Keegan var aldrei að fara breyta um upplegg fyrir einn leik. Newcastle sótti látlaust, þó ég hefði ekki verið hjá félaginu þá skildi ég hygmyndina. Keegan vildi skemmta áhorednum."

Wright: „Ég vorkenndi Keegan. Þetta var einkennandi augnablik í sögu deildarinnar og viðbrögð hans eftir leik létu mann hugsa að deildin væri búin."

#2 Manchester City 3 - 2 QPR (13. maí 2012)

#3 Liverpool 4 - 4 Arsenal (21. apríl 2009)

#4 Arsenal 4 - 4 Newcastle (5. febrúar 2011)

#5 Newcastle 5 - 0 Manchester United (20. október 1996)


Smelltu hér til að lesa umfjöllun BBC um bestu tíu leikina.
Athugasemdir
banner
banner