Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 31. maí 2020 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mings: Höfum engra kosta völ - Allt keyrt áfram vegna peninganna
Mynd: Getty Images
Tyrone Mings, leikmaður ASton Villa, segir að endurkoma ensku úrvalsdeildarinanr sé keyrð áfram vegna peninganna sem félögin fá fyrir að ljúka tímabilinu.

Hann segir ennfremur að leikmenn séu þeir síðustu sem hafðir eru með í ráðum þegar rætt er um hvenær eigi að hefja leik að nýju. Eins og staðan er í dag er stefnt að því að hefja leik að nýju þann 17. júní.

„'Project Restart' er keyrt áfram vegna peninganna. Ég held að allir samþykki það," sagði Mings við Mail.

„Það er í lagi mín vegna því ég horfi á hvers lags skrímsli úrvalsdeildarfótboltinn er og tekjurnar sem honum fylgir. Ég kvartaði ekki þegar allt var í blóma svo ég get ekki kvartað núna þegar andrúmsloftið í kringum leikinn er hikandi."

„Ég er til í að spila aftur því við höfum engra kosta völ. Sem leikmenn erum við þeir síðustu sem erum hafðir með í ráðum. Það er í lagi mín vegna þess að það er annað í forgangi."

„Knattspyrnusambandið, deildarsamtökin og knattspyrnusamband Evrópu segja öll að deildin muni fara af stað og því skiptir engu hvað leikmönnum finnst."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner