Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. maí 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona gekk spáin í enska - Leicester tíu sætum neðar
Leicester olli gríðarlegum vonbrigðum á tímabilinu.
Leicester olli gríðarlegum vonbrigðum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Newcastle komst í Meistaradeildina.
Newcastle komst í Meistaradeildina.
Mynd: Getty Images
Starfsfólk Fótbolta.net spáði í ensku úrvalsdeildina í ágúst síðastliðnum, áður en tímabilið hófst.

Tímabilið kláraðist um síðasta sunnudag og það er athyglisvert að skoða spánna núna.

Starfsmennirnir spáðu rétt fyrir um Englandsmeistara en annars var ekkert nákvæmlega rétt.

Það lið sem kom mest á óvart á tímabilinu var Brentford sem var spáð falli en náði að enda í níunda sæti. Fulham og Brighton komu einnig mikið á óvart.

Það lið sem olli mestum vonbrigðum var Leicester sem féll úr deildinni en liðinu var spáð í efri hlutann áður en mótið hófst. Chelsea og West Ham voru einnig mikil vonbrigðarlið.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig lokastaðan í deildinni var og hvernig var spáð fyrir tímabil, svo sannarlega áhugavert.

Lokastaðan í deildinni:
1. Man City (spáð 1. sæti) | 0
2. Arsenal (spáð 5. sæti) | +3
3. Man Utd (spáð 4. sæti) | +1
4. Newcastle (spáð 9. sæti) | +5
5. Liverpool (spáð 2. sæti) | -3
6. Brighton (spáð 12. sæti) | +6
7. Aston Villa (spáð 10. sæti) | +3
8. Tottenham (spáð 3. sæti) | -5
9. Brentford (spáð 18. sæti) | +9
10. Fulham (spáð 17. sæti) | +7
11. Crystal Palace (spáð 13. sæti) | +2
12. Chelsea (spáð 6. sæti) | -6
13. Wolves (spáð 11. sæti) | -2
14. West Ham (spáð 7. sæti) | -7
15. Bournemouth (spáð 20. sæti) | +5
16. Nottingham Forest spáð 19. sæti) | +3
17. Everton (spáð 14. sæti) | -3
18. Leicester (spáð 8. sæti) | -10
19. Leeds (spáð 16. sæti) | -3
20. Southampton (spáð 15. sæti) | -5

Sjá einnig:
Völdu lið ársins í enska, þrjá bestu leikmennina og fleira
Enski boltinn - Verðlaun veitt eftir að veislan kláraðist
Athugasemdir
banner
banner
banner