Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mið 31. maí 2023 21:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Valur hefndi fyrir bikartapið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þremur leikjum var að ljúka í Bestu deild kvenna. Þróttur og Valur áttust við en Þróttur vann Val í Mjólkurbikarnum á dögunum.


Valskonur mættu ákveðnar til leiks en Bryndís Anna Níelsdóttir kom liðinu yfir eftir 4. mínútna leik. Hún var aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hún skoraði eftir stórkostlega sendingu frá Elísu Viðarsdóttur.

Þróttarar tóku loks við sér eftir seinna markið en komu boltanum ekki í netið fyrir lok fyrri hálfleiks.

Þeim tókst hins vegar að minnka muninn snemma í síðari hálfleik það gerði Tanya Laryssa Boychuk.

Valur er eitt á toppnum eftir leiki dagsins. Breiðablik skaust upp í 2. sætið með sigri á Selfossi og Stjarnan upp í 3. sæti með 3-0 sigri á Keflavík.

Stjarnan 3 - 0 Keflavík
1-0 Anna María Baldursdóttir ('5 )
2-0 Sædís Rún Heiðarsdóttir ('24 )
3-0 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('62 )
Lestu um leikinn

Þróttur R. 1 - 2 Valur
0-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('4 )
0-2 Bryndís Arna Níelsdóttir ('12 )
1-2 Tanya Laryssa Boychuk ('51 )
Lestu um leikinn

Selfoss 0 - 3 Breiðablik
0-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('3 )
0-2 Andrea Rut Bjarnadóttir ('11 )
0-3 Barbára Sól Gísladóttir ('35 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner