Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 31. maí 2023 23:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vonandi að tékkið á morgun gefi honum grænt ljós"
Ívar Örn.
Ívar Örn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Orri meiddist líka gegn Víkingi.
Ívar Orri meiddist líka gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn Jónsson, vinstri bakvörður HK, missti af síðasta leik liðsins vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Víkingi fyrir einni og hálfri viku síðan.

Brynjar Snær Pálsson leysti Ívar af í bakverðinum þegar HK heimsótti FH í síðustu umferð.

HK á leik gegn ÍBV í 10. umferð Bestu deildarinnar á morgun og fer sá leikur fram í Vestmannaeyjum. Ívar Örn tognaði í leiknum gegn Víkingi.

„Hann fær smá aftan í lærið og vildi ekki taka neina sénsa. Það var lítilvægleg tognun, ekkert risadæmi - við þurftum að koma í veg fyrir að það yrði það," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leikinn gegn Víkingi.

Hann var svo spurður út í stöðuna á Ívari Erni í dag.

„Vonandi að tékkið á morgun gefi honum grænt ljós, það á eftir að koma í ljós og ef það er grænt ljós þá hversu margar mínútur hann getur spilað."

Eru aðrir heilir?

„Þeir Atli Þór Jónasson, Ívar Orri Gissurarson og Ívar Örn eru í raun allir á sama stað. Það gæti verið að þeir geti spilað á morgun, en annars pottþétt á móti Val. Við þurfum bara að vega og meta hversu skynsamlegt það er að flýta mönnum til baka fyrir einn leik vitandi að það eru tíu dagar í næsta þar á eftir," sagði Ómar.

Sjá einnig:
Óljóst hvort tveir lykilmenn ÍBV geti spilað á morgun

10. umferðin:
fimmtudagur 1. júní
18:00 ÍBV-HK (Hásteinsvöllur)
19:15 Fylkir-KR (Würth völlurinn)

föstudagur 2. júní
18:00 Stjarnan-KA (Samsungvöllurinn)
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
19:15 Fram-Keflavík (Framvöllur)
19:15 Valur-FH (Origo völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner