Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 31. maí 2023 17:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óljóst hvort tveir lykilmenn ÍBV geti spilað á morgun
Eiður Aron.
Eiður Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV mætir HK á heimavelli í Bestu deildinni annað kvöld. Tveir leikmenn gátu ekki klárað síðasta leik vegna meiðsla. Fyrirliðinn Eiður Aron Sigurbjörnsson meiddist í upphitun og var ekkert með í leiknum og Halldór Jón Sigurður Þórðarson var borinn af velli á 24. mínútu.

Eftir síðasta leik talaði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, um að meiðslin væru óljós, Eiður væri mögulega að glíma við mjaðmameiðsli og að Eyjamenn myndu krossleggja fingur og vonast til að meiðsli Halldórs væru ekki alvarleg.

Fótbolti.net heyrði í Hemma í dag og spurði hann út í meiðslin.

„Það er ekkert klárt með þeirra meiðsli, spurningarmerki með þá báða," sagði Hemmi og svaraði játandi þegar hann var spurður hvort þeir gætu mögulega spilað á morgun. „Við vitum ekki alveg nóg, eigum eftir að fá frekari upplýsingar. Vonandi verða það góðar fréttir."

„Það er nú aðeins í hann ennþá," sagði Hemmi þegar hann var spurður út í Jón Ingason sem er að koma til baka eftir ökklabrot.

ÍBV hefur tapað fimm leikjum í röð í Bestu deildinni og er leikurinn á morgun heimaleikur gegn nýliðum HK.
Athugasemdir
banner