Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   lau 31. júlí 2021 15:20
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa nær samkomulagi við Leverkusen um Bailey
Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa er búið að ná samkomulagi við Bayer Leverkusen um kaup á Leon Bailey.

Bailey er 23 ára gamall og kemur frá Jamaíka en hann fór 17 ára gamall til Genk í Belgíu áður en hann var seldur til Bayer Leverkusen tveimur árum síðar.

Hann hefur verið með bestu mönnum í þýsku deildinni síðustu ár og eftirsóttur af mörgum stórum félögum í Evrópu.

Aston Villa hefur verið á eftir honum í nokkrar vikur og hefur nú komist að samkomulagi við Leverkusen um kaup á honum. Villa borgar 30 milljónir punda og á Bailey aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir langtímasamning.

Hann verður þriðji leikmaðurinn sem Villa fær í sumar en Emi Buendia kom frá Norwich og þá kom Ashley Young á frjálsri sölu frá Inter.


Athugasemdir
banner
banner