Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 31. júlí 2021 15:59
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Eyjamenn unnu tíu leikmenn Aftureldingar
Breki Ómarsson skoraði fyrir Eyjamenn
Breki Ómarsson skoraði fyrir Eyjamenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 2 - 0 Afturelding
1-0 Breki Ómarsson ('23 )
2-0 Seku Conneh ('90 )
Rautt spjald: Oskar Wasilewski, Afturelding ('8) Lestu um leikinn

ÍBV vann Aftureldingu 2-0 í Lengjudeild karla í dag í svokölluðum Þjóðhátíðarleik en Afturelding spilaði manni færri nánast allan leikinn.

Gestirnir urðu fyrir áfalli eftir aðeins átta mínútur. Breki Ómarsson vann boltann af Oskar Wasilewski og hefndi hann sín með ljótri tæklingu og fékk að líta rauða spjaldið.

Fimmtán mínútum síðar skoraði Breki fyrir Eyjamenn. Hann keyrði í gegnum vörn Aftureldingar og setti boltann með vinstri í fjærhornið.

Eyjamenn töluvert betri i fyrri hálfleiknum. Það' var ekki fyrr en undir lokin sem gestirnir fóru virkilega að ógna markinu. Felix Örn Friðriksson bjargaði á línu eftir horn á 82. mínútu

Gísli Martin Sigurðsson átti þá skalla í stöng í uppbótartíma eftir aukaspyrnu. Eyjamenn heppnir en gátu andað aðeins léttar nokkrum mínútum síðar er Seku Conneh tryggði sigurinn eftir að hann slapp einn í gegn.

Góður sigur Eyjamanna sem eru í 2. sæti með 29 stig, sex stiga forystu á Fjölni sem er í 3. sæti. Afturelding er í 9. sæti með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner