Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 31. júlí 2021 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Ólympíuleikarnir: Níu marka veisla er Mexíkó vann Suður-Kóreu
Francisco Cordova skoraði tvö mörk Mexíkó sem er komið í undanúrslitin
Francisco Cordova skoraði tvö mörk Mexíkó sem er komið í undanúrslitin
Mynd: EPA
Mexíkó 6 - 3 Suður-Kórea
0-1 Henry Martin ('12 )
1-1 Dong-Keyong Lee ('20 )
1-2 Luis Romo ('30 )
1-3 Francisco Cordova ('39 )
2-3 Dong-Keyong Lee ('51 )
2-4 Henry Martin ('54 )
2-5 Francisco Cordova ('63 )
2-6 Eduardo Aguirre ('84 )
3-6 Ui-Jo Hwang ('90 )

Mexíkó spilar við Brasilíu í undanúrslitum Ólympíuleikanna eftir að hafa unnið Suður-Kóreu í markaleik, 6-3.

Henry Martin og Francisco Cordova skoruðu báðir í tvígang fyrir Meíxkó í leiknum. Martin gerði fyrsta markið áður en Dong-Keyong Lee jafnaði metin en Luis Roma og Cordova sáu til þess að Mexíkó færi með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn.

Dong-Keyong Lee gerði annað mark sitt á 51. mínútu en Mexíkó svaraði með tveimur mörkum frá Martin og Cordova. Eduardo Aguirre skoraði svo sjötta mark Mexíkó í leiknum á 84. mínútu áður en Suður-Kórea skoraði sárabótarmark undir lokin.

Mexíkó, eins og áður segir, spilar við Brasilíu í undanúrslitum en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Spánn og Japan.
Athugasemdir
banner
banner
banner