Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   fim 31. ágúst 2023 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helena Ólafs spáir í 1. umferð Bestu kvenna eftir skiptingu
watermark Helena Ólafsdóttir.
Helena Ólafsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Skorar Elín Metta aftur gegn Blikum í þessari umferð'?
Skorar Elín Metta aftur gegn Blikum í þessari umferð'?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferðin í úrslitakeppninni svokölluðu í Bestu deild kvenna hefst í dag. Við fengum Helenu Ólafsdóttur, þáttastýru í Bestu mörkunum, til að spá í leikina sem framundan eru.

Efri hluti
Stjarnan 2 - 1 FH (18:00 í kvöld)
Tvö jöfn lið að mætast sem hefur báðum liðið vel undanfarið. Stjörnustelpur hafa verið að sækja vopn sín og fundið aftur sína styrkleika. FH er með nokkra leikmenn að láni frá Stjörnunni sem mun veikja þeirra lið. Ég spái því Stjörnunni sigri 2-1 og held að Andrea Mist byrji inná í þessum leik og skori allavega eitt mark.

Valur 2 - 0 Þór/KA (18:00 í kvöld)
Norðankonur hafa komið allavega mér á óvart í sumar með mörgum góðum leikjum. Ég held þó að Valur vinni allan daginn þennan leik en þær hafa spilað vel undanfarið og stykingarnar sem komu inn í glugganum gera sterkt lið enn betra; 2-0 ætla ég að segja og ég held að Bryndís Arna setji allavega eitt mark ef ekki tvö.

Breiðablik 2 - 1 Þróttur R. (19:15 á mánudaginn)
Þróttur vann leik á milli þessa liða fyrir nokkrum dögum. Síðan þá hefur margt gerst í Kópavogi. Ásmundur Þjálfari látinn fara og Kristófer óskaði eftir að hætt með honum. Hlutskipti Gunnleifs og Kjartans sem taka við er ekkert létt verk. Liðið virðist niðurbrotið eftir bikarúrslitaleikinn fræga og þarf að finna sinn takt aftur. Mér finnst að leikmennirnir þurfi að leita inn á við en þetta er svolítið í þeirra höndum, þær urðu ekki allt í einu slakar í fótbolta. Snúið að spá en ætla að setja sigur á þær. Hef trú á að þær komi með orku inn í þennan leik og spái Blikasigri. Birta og Agla María setja mörkin fyrir Blika en Þróttarar munu skora og gæti trúað að Elín Metta myndi skora sitt annað mark í sumar.

Neðri hluti
ÍBV 1 - 0 Selfoss (16:00 á laugardaginn)
Í þessum neðri hluta þar er spennan. ÍBV á heimavelli og veðrirð gæti orðið erfitt. Því miður fyrir Selfoss held ég að Það verði ljóst eftir þennan leik að liðið muni spila í Lengjudeildinni að ári. Þeim hefur gengið afleitlega að að skora og gera það ekki í eyjum en ÍBV sem hefur heldur ekki skorað mikið í sumar mun vinna þennan leik 1-0. Sísi Lára mun setja markið mikilvæga í leiknum, en kannski líklegra að það verði Olga.

Tindastóll 1 - 0 Keflavík (16:15 á sunnudaginn)
Hér verður spenna en á þessum liðum munar aðeins tveimur stigum og í raun verður Keflavík að vinna. Ég hef hins vegar meiri trú á Donna og félögum á Króknum og held að þær vinni 1-0 og Murielle skorar enda búin að vera frábær með Stólunum í sumar.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 23 15 4 4 52 - 19 +33 49
2.    Breiðablik 23 13 4 6 50 - 28 +22 43
3.    Þróttur R. 23 11 5 7 40 - 27 +13 38
4.    Stjarnan 23 11 5 7 33 - 25 +8 38
5.    Þór/KA 23 10 3 10 31 - 35 -4 33
6.    FH 23 8 5 10 31 - 32 -1 29
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tindastóll 21 7 5 9 24 - 36 -12 26
2.    Keflavík 21 6 6 9 15 - 29 -14 24
3.    ÍBV 21 6 3 12 20 - 37 -17 21
4.    Selfoss 21 3 2 16 12 - 40 -28 11
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner