Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   lau 31. ágúst 2024 20:23
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Víðir kláraði Sindra á fimm mínútum
Víðir er að gera sterkt tilkall til að fara upp um deild
Víðir er að gera sterkt tilkall til að fara upp um deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir í Garði er í góðri stöðu í 3. deild karla þegar tvær umferðir eru eftir en liðið vann sterkan 2-0 útisigur á Sindra í dag.

Paolo Gratton og Haraldur Smári Ingason gerðu mörk Víðis á fimm mínútum í byrjun síðari hálfleiks.

Þessi sigur gerir mikið fyrir Víði sem er nú í öðru sæti með 41 stig, tveimur stigum á undan næsta liði þegar tveir leikir eru eftir. Víðir á eftir að mæta Magna og Augnabliki.

Hvíti riddarinn vann KV, 2-0, á Auto Park. Hilmar Þór Sólbergsson og Alexander Aron Tómasson gerðu mörk gestanna sem eru svo gott sem sloppnir við fall.

KV er aftur á móti í næst neðsta sæti með 19 stig á meðan Sindri er í neðsta sæti með 18 stig.

KV 0 - 2 Hvíti riddarinn
0-1 Hilmar Þór Sólbergsson ('47 )
0-2 Alexander Aron Tómasson ('61 )

Sindri 0 - 2 Víðir
0-1 Paolo Gratton ('56 )
0-2 Haraldur Smári Ingason ('61 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner