
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð á milli stanganna í 5-0 stórsigri Inter á Sampdoria í fyrstu umferð Seríu A á Ítalíu í dag.
Cecilía kom til Inter á láni frá Bayern München í sumar og byrjar gríðarlega vel.
Hún átti fremur rólegan dag í marki Inter en gestirnir í Sampdoria áttu ekki eitt skot sem rataði á markið.
Inter mætir næst Napoli þann 15. september áður en það mætir Milan í grannaslag sex dögum síðar.
Bergrós Ásgeirsdóttir var í byrjunarliði Aarau sem tapaði fyrir Servette, 2-0, í svissnesku úrvalsdeildinni. Aarau er í 7. sæti með 4 stig eftir fjóra leiki.
Ásdís Karen Halldórsdóttir byrjaði þá hjá Lilleström sem gerði markalaust jafntefli við Åsane í norsku úrvalsdeildinni. Lilleström er í 4. sæti með 29 stig.
Þorlákur Árnason og stöllur hans í Damaiense töpuðu þá fyrir Valadares Gaia, 2-0, í portúgölsku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti deildarleikur Damaiense á tímabilinu.
Athugasemdir