Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   lau 31. ágúst 2024 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Fram einum sigri frá Bestu
Kvenaboltinn
Fram þarf að eiga toppleik í lokaumferðinni
Fram þarf að eiga toppleik í lokaumferðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er einum sigri frá því að komast upp í Bestu deild kvenna eftir að liðið lagði Grindavík að velli, 1-0, í Safamýri í dag.

Murielle Tiernan gerði eina mark Framara tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Sigurinn þýðir að Fram er í öðru sæti með 31 stig þegar ein umferð er eftir.

Tvö lið geta komist upp um deild í lokaumferðinni en Grótta er einnig með 31 stig, en með lakari markatölu en Fram.

Fram þarf að eiga toppleik en liðið mætir meisturunum í FHL í lokaumferðinni. FHL vann 6-4 sigur á ÍR í dag þar sem Björg Gunnlaugsdóttir skoraði þrennu.

HK vann þá Aftureldingu 4-1 á meðan ÍA lagði ÍBV að velli, 1-0.

Í lokaumferðinni heimsækir Grótta ÍA, en umferðin fer fram næstu helgi.

ÍBV 0 - 1 ÍA
0-1 Madison Brooke Schwartzenberger ('67 )

Afturelding 1 - 4 HK
0-1 Elísa Birta Káradóttir ('19 )
1-1 Sigrún Gunndís Harðardóttir ('45 )
1-2 Brookelynn Paige Entz ('52 )
1-3 Jana Sól Valdimarsdóttir ('55 )
1-4 Guðmunda Brynja Óladóttir ('85 )
Rautt spjald: Anna Pálína Sigurðardóttir , Afturelding ('81)

Grindavík 0 - 1 Fram
0-1 Murielle Tiernan ('69 )

FHL 6 - 4 ÍR
1-0 Kristín Magdalena Barboza ('11 )
1-1 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('12 )
1-2 Sigríður Dröfn Auðunsdóttir ('22 )
2-2 Alexa Ariel Bolton ('25 )
3-2 Björg Gunnlaugsdóttir ('29 )
4-2 Hafdís Ágústsdóttir ('31 )
4-3 Erin Amy Longsden ('40 )
5-3 Björg Gunnlaugsdóttir ('72 )
6-3 Björg Gunnlaugsdóttir ('81 , Mark úr víti)
6-4 Erin Amy Longsden ('85 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner