
Grótta 2 - 1 Fjölnir
0-1 Jónatan Guðni Arnarsson ('9 )
1-1 Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('27 )
2-1 Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('74 )
Lestu um leikinn
0-1 Jónatan Guðni Arnarsson ('9 )
1-1 Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('27 )
2-1 Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('74 )
Lestu um leikinn
Grótta vann í dag lífsnauðsynlegan sigur í 20. umferð Lengjudeildarinnar. Liðið tók á móti Fjölni á Vivaldivellinum á Seltjarnesi og var ljóst fyrir leikinn að ekkert nema sigur væri í boði fyrir Gróttu ef liðið ætlaði sér að halda í vonina um að spila í Lengjudeildinni á næsta tímabili.
Fjölnir er á sama tíma í harðri baráttu um topsætið og sæti í umspilinu en hvorki hefur gengið né rekið hjá Grafarvogspiltum að undanförnu.
Það byrjaði þó betur hjá gestunum því Jónatan Guðni Arnarsson kom Fjölni yfir strax á níundu mínútu.
Sú forysta entist í átján mínútur en þá jafnaði Gabríel Hrannar Eyjólfsson, verðandi leikmaður KR, metin. Gabríel var svo aftur á ferðinni á 74. mínútu þegar hann skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins.
Skömmu áður átti sér stað skondið atvik því hundur komst á inn á völlinn eins og sjá má í spilaranum hér að neðan.
Eftir sigurinn er Grótta þremur stigum frá öruggu sæti þegar sex stig eru í pottinum. Þór á leik gegn ÍR klukkan 16:00 og getur skilið sig lengra frá Gróttu fyrir lokaleikina. Fjölnir er sem stendur í 3. sæti, stigi á eftir toppliði ÍBV og þremur stigum fyrir ofan 6. sætið. Fjölnir vann síðast leik 18. júlí.
Hundur hljóp inn á völlinn og stoppaði leikinn #fotboltinet pic.twitter.com/b0R5LkEQPf
— BinniÓli (@brynjar_oli) August 31, 2024
Athugasemdir