Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 31. október 2020 11:44
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta telur sig hafa gefið Özil nóg af tækifærum
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúður dagsins fylgir hér fyrir neðan en það er ekki sérlega mikið í deiglunni þessa dagana enda allir einbeittir að þéttu leikjaplani þar sem mörg félög eru að spila þrjá leiki í hverri viku.


Mikel Arteta telur sig hafa gefið Mesut Özil eins mörg tækifæri og hann mögulega gat áður en hann ákvað að skilja hann eftir utan leikmannahóps Arsenal fyrir keppnistímabilið. (Sky Sports)

Pep Guardiola talaði niður orðróm sem segir hann vera á leið aftur til Barcelona eftir tímabilið. Samningur Guardiola við Man City rennur út eftir tímabilið. (Manchester Evening News)

Barcelona ætlar að reyna að krækja í Eric Garcia, 19 ára miðvörð Man City, aftur í janúar. Samningur Garcia rennur út næsta sumar og fer hann þá frítt til Barcelona ef City selur hann ekki í janúar. (ESPN)

Carlo Ancelotti hefur miklar mætur á Moise Kean, 20, og býst við að hann muni leika stórt hlutverk hjá Everton á næstu leiktíð. Kean er að láni hjá Frakklandsmeisturum PSG út tímabilið. (Liverpool Echo)

Hansi Flick, stjóri FC Bayern, er enn vongóður um að David Alaba, 28, muni skrifa undir nýjan samning við félagið. (Goal)

Gareth Southgate ætlar að velja Luke Shaw, 25, í næsta landsliðshóp. Hann spilaði síððast fyrir England í mars 2019. (Star)

Gareth Bale lagði 15 þúsund pund, eða tæplega 3 milljónir króna, í jólamatargjafir í Wales. (Wales Online)

Huss Fahmy yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal er að yfirgefa félagið eftir þriggja ára starf. (Standard)

Mino Raiola er í viðræðum við AC Milan um framlengingu á samningum Gianluigi Donnarumma, 21, og Alessio Romagnoli, 25. (Gazzetta dello Sport)

Atletico Madrid er að undirbúa tilboð í Geoffrey Kondogbia, 27 ára miðjumann Valencia. (Le10Sport)

Sheikh Khaled bin Zayed Al Nehayan, frændi Sheikh Mansour, er að ganga frá kaupum á Championship félaginu Derby County. (Telegraph)

Barry Bannan, þrítugur fyrirliði Sheffield Wednesday, er tilbúinn til að framlengja samning sinn við félagið þrátt fyrir áhuga frá Brentford. (Yorkshire Post)
Athugasemdir
banner
banner
banner