Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. febrúar 2010 15:17
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Sky 
Fellaini spilar líklega ekki meira á tímabilinu
Marouane Fellaini (til hægri) gæti misst af afgangi tímabilsins.
Marouane Fellaini (til hægri) gæti misst af afgangi tímabilsins.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Sky Sports fréttastofunni mun Marouane Fellaini leikmaður Everton ekki koma meira við sögu á tímabilinu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Liverpool fyrr í mánuðinum.

Gríska varnartröllið Sotirios Kyrgiakos fór fullharkalega í tæklingu á Fellaini og uppskar að launum rautt spjald. Belginn þurfti aftur á móti að yfirgefa leikvanginn á börum og missti hann í kjölfarið af leik Everton gegn Chelsea í seinustu viku.

Everton hefur ekki enn fengið svör við því hvers konar meiðsli Fellaini glímir við vegna mikillar bólgu á ökkla, og hefur knattspyrnustjórinn David Moyes neitað að giska á það hversu lengi miðjumaðurinn gæti verið frá.

Óttast er þó að tímabilið gæti verið búið fyrir leikmanninn sem væri vissulega áfall fyrir Everton.
banner