Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   mán 02. apríl 2012 09:00
Tómas Joð Þorsteinsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Montechoro ævintýri Fylkismanna
Ferðasaga - Æfingaferð Fylkis til Montechoro í Portúgal
Tómas Joð Þorsteinsson
Tómas Joð Þorsteinsson
Nýliðarnir á leið ofan í sundlaugina.
Nýliðarnir á leið ofan í sundlaugina.
Mynd: Úr einkasafni
Dom Capito stóð vel fyrir sínu
Dom Capito stóð vel fyrir sínu
Mynd: Úr einkasafni
Að þessu sinni var að ákveðið að við Fylkismenn, ásamt Fylkiskonum, skyldum halda til Portúgals í æfingaferð. Herrakvöld Fylkis spilar stóran þátt í að afla nægilegu fjárhagslegu bolmagni sem gerði okkur kleift að komast í þessa ferð, og fyrir hönd Fylkis vil ég þakka öllum þeim sem mættu þangað og stuðluðu að góðu málefni.

Ferðin hófst með mætingu kl 0500 í Fylkisheimilið laugardaginn 24 mars, og lagt af stað með rútu á flugvöllinn. Vorum mættir á Hotel Montechoro um 3 leytið og fyrsta grasæfingin hófst stuttu síðar. Hótelið sjálft var svo sem ágætt við fyrstu sýn, en innrétting þess fékk mann til að halda að árið væri 1980 en ekki 2012, sérstaklega eldgamla sjónvarpið sem við íhuguðum að taka með okkur heim og hafa það til sýnis á Árbæjarsafninu góða. Völlurinn var í nokkra mílna fjarlægð frá hótelinu og við tókum rútu þangað í gegnum ansi vafasamt umhverfi, eiginlega ruslahaug, og Ásgeir Börkur mælti eftirfarandi um rútubílstjórann
„Bíddu, er hann að keyra okkur að skurði til að skjótokkur eða erum við að fara á æfingu ? “

Fyrsta grasæfing ársins var aldeilis kærkomin, og var haldin fyrirgjafakeppni til að menn gætu náð flugþreytunni úr sér. Þar sýndi markmannsþjálfarinn og fagmaðurinn Kristján Finnbogason snilli sína og sannaði að hann væri yfirburða besti slúttarinn í liðinu. Um kvöldið var svo Árni Guðna búinn að hlaða í eitt stykki pub quiz þar sem Börkur, Gústi, Ingimundur og Maggi Matt sigruðu með ágætis yfirburðum.

Næstu dagar urðu nokkuð reglubundnir, morgunæfing og síðdegisæfing, og menn voru að nýta frítímann milli æfinga í FIFA12, tan, eða almennt chill, og ungu strákarnir í liðinu virtust staðráðnir að heimsækja sem flestar verslunarmiðstöðvar í þessari viku. Einnig voru menn nokkuð duglegir að flúra sig í ferðinni, og flúruðu ýmist á sig nöfn systra, nöfn barna eða uppáhalds dauðarokkshljómsveit.

Við spiluðum æfingaleik gegn hinu merkilega liði Fereiras FC og sigruðum þar 2-1, mörk frá Rúrik og Ingimundi, áhorfenda fjöldinn var c.a tuttugu manns, meiddir leikmenn, Þorgrímur Þráins farastjóri og legend, stjórnarmenn, mfl kvk og einnig metershái keðjureykjandi markmannsþjálfari Fereiras. Í leiknum voru tveir erlendir leikmenn á reynslu hjá okkur, Írinn David Elebert og Kaninn Yannick Salmon (laxinn) sem stóðu sig báðir þokkalega vel.

Á fimmtudeginum var svo loksins komið að nýliðakynningunni, sem menn höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu eða stressi, nýliðarnir; Bjöggi Takefusa, Finnur Ólafs, Árni Freyr, Maggi Matt, Elís, Hemmi, Emil, Óli Íshólm, Hákon og Ásgeir Eyþórs voru teknir vel í gegn og leystu þrautir kvöldsins með stakri prýði sem endaði svo með að þeim var hent í sundlaugina, og þá loksins formlega orðnir leikmenn Fylkis.

Seinasti dagurinn hófst svo á hinum árlega leik milli unga og gamla, þar sem þeir gömlu sigruðu með yfirburðum, 7-2 og Ási þjálfari fór mikinn og skoraði fernu. Um kvöldið fór allt liðið út að borða á steikarstaðnum Dom Capito, og menn almennt mjög sáttir með máltíðina þar, fínt að komast aðeins burt frá meðalmennsku hótelmatarins gegnum vikuna. Í framhaldinu kíktum við á kareoke-bar í miðbænum ásamt kvennaliði Fylkis og hertókum barinn allt kvöldið, sérstaklega var allt á suðupunkti þegar Enter Sandman með Metallica fór í gang og flestir leikmenn rifu sig á kassann og trylltust, fín leið til að enda frábæra ferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner