Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   mið 05. mars 2014 10:30
Elvar Geir Magnússon
Alfreð Finnboga: Vonandi verður markaleikur
Elvar Geir Magnússon skrifar frá Cardiff
Alfreð hefur raðað inn mörkum í Hollandi.
Alfreð hefur raðað inn mörkum í Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Æfingaleikir eru öðruvísi en keppnisleikir og maður veit ekki hvort þeir eru að fara að prófa eitthvað nýtt eða stilli upp sínu sterkasta liði," segir markahrókurinn Alfreð Finnbogason en Ísland mætir Wales í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld.

„Það kom fram á fundi hjá okkur að þeir halda ekki mjög oft hreinu og við skorum oft mörk svo vonandi verður þetta markaleikur."

Fótbolti.net ræddi við Alfreð eftir æfingu í gær og má sjá það viðtal í spilaranum hér að ofan. Hann hefur raðað inn mörkum fyrir Heerenveen í Hollandi.

„Það hefur gengið frábærlega á þessu tímabili og ég náð að vera mikilvægur fyrir liðið með því að skora mikilvæg mörk. Það er alltaf gott að skora og hjálpa liðinu um leið."

Alfreð er sífellt orðaður við lið í öðrum deildum Evrópu. Er þetta síðasta tímabil hans með Heerenveen?

„Það á bara eftir að koma í ljós. Ég ætla bara að njóta þess að vera þarna og spila í hverri viku."
Athugasemdir
banner
banner