Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. október 2015 16:05
Alexander Freyr Tamimi
Jói Harðar hættir með ÍBV (Staðfest)
Jóhannes Harðarson snýr ekki aftur til starfa hjá ÍBV.
Jóhannes Harðarson snýr ekki aftur til starfa hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Þór Harðarson mun ekki snúa aftur til starfa hjá ÍBV, en hann var ráðinn þjálfari liðsins fyrir þetta tímabil. Frá þessu greindi félagið í fréttatilkynningu rétt í þessu.

Jóhannes hætti með lið ÍBV af persónulegum ástæðum á miðju tímabili og tók Ásmundur Arnarsson við starfi hans. Hjálpaði sá síðarnefndi Eyjamönnum að bjarga sér frá falli úr Pepsi-deildinni.

„Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV þakkar Jóa Harðar fyrir góð störf í þágu félagsins og sérstaklega góða viðkynningu frá upphafi samstarfsins. Einnig er fjölskyldu Jóa Harðar óskað velfarnaðar með von um gæfu og gengi um alla framtíð," segir í tilkynnignu frá ÍBV.

Þá er ekki útilokað að leiðir Jóhannesar og ÍBV muni liggja saman að nýju, en frekari frétta af þjálfaramálum er að vænta á næstu vikum. Félagið hefur sjálft sagt að fyrsti kostur sé að Ásmundur muni áfram þjálfa liðið.

Athugasemdir
banner
banner
banner