Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. ágúst 2017 15:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Jesé sagður hafna Fiorentina fyrir Stoke
Jesé í leik með Las Palmas á síðustu leiktíð
Jesé í leik með Las Palmas á síðustu leiktíð
Mynd: Getty Images
Jesé Rodriguez, leikmaður PSG, er sagður hafa hafnað ítalska liðinu Fiorentina til þess að ganga í raðir Stoke City í ensku úrvalsdeildinni.

Fréttir á Ítalíu í gærdag sögðu að Fiorentina hefði samþykkt að fá Jese á tveggja ára lánsamning frá PSG en nú herma fregnir að Jesé hafi ákveðið að hafna Fiorentina.

Ástæða þess er talin að hann vilji spila í ensku úrvalsdeildinni frekar en þeirri ítölsku og ætlar því að ganga til liðs við Stoke en þeir hafa óvænt dottið inn í kapphlaupið um Spánverjann og vilja kaupa hann til sín.

Mark Hughes, stjóri Stoke, hefur verið duglegur að sækja leikmenn sem hafa spilað í La Liga en hjá Stoke eru Ibrahim Afellay, Bojan Krkic og Joselu sem allir hafa spilað í La Liga.

Jesé kom til PSG síðasta sumar frá Real Madrid en náði ekki að festa sig í sessi þar. Hann fór á lán til Las Palmas í janúar á þessu ári og spilaði 16 leiki og skoraði 3 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner