Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 08. júlí 2018 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karius fékk standandi lófatak - Lenti í vandræðum í upphitun
Loris Karius.
Loris Karius.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það verður fróðlegt að sjá hvort Jurgen Klopp muni áfram treysta Loris Karius til þess að vera aðalmarkvörður Liverpool.

Karius fékk traustið á síðasta tímabili en átti svo hræðilegan leik á stærsta sviðinu, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann gaf Real Madrid tvö mörk í leik sem endaði 3-1.

Sá þýski spilaði sinn fyrsta leik fyrir Liverpool síðan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. Liverpool spilaði æfingaleik við Chester úr 6. deild og vann örugglega, 7-0.

Nýir leikmenn eins og Fabinho og Naby Keita fengu að spreyta sig.

Karius hélt hreinu og hrósaði Jurgen Klopp honum eftir leikinn, en Karius spilaði fyrri hálfleikinn.

Liverpool átti sína stuðningsmenn á vellinum í gær en þeir sem mættu gáfu Karius standandi lófaklapp fyrir leikinn. Þeir standa allavega með sínum manni.


Smá óhapp í upphitun
Karius átti fínan leik en hann lenti í smá óhappi í upphituninni þegar hann missti boltann inn.

Karius átti fínan leik en hann lenti í smá óhappi í upphituninni þegar hann missti boltann inn.

Myndband er að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner