Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. júlí 2018 15:44
Magnús Már Einarsson
Rilany frá Grindavík til Atletico Madrid (Staðfest)
Rilany í leik með Grindavík.
Rilany í leik með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rilany Da Silva, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, hefur samið við spænska stórliðið Atletico Madrid. Atletico Madrid er ríkjandi meistari á Spáni og fer í Meistaradeildina næsta vetur.

Atletico Madrid staðfestir þetta á heimasíðu inni í dag.

„Mér líður eins og barni og draumur minn er að rætast," sagði Rilany á heimasíðu Atletico Madrid.

Hin 32 ára gamla Rilany getur spilað á kanti og í bakverði en hún er í brasilíska landsliðinu.

Undanfarin tvö tímabil hefur Rilany verið í stóru hlutverki hjá Grindavík en hún spilaði með liðinu í 1-0 tapi gegn FH í gærkvöldi.

Grindavík er í harðri fallbaráttu í Pepsi-deild kvenna og það er mikil blóðtaka fyrir liðið að missa Rilany.
Athugasemdir
banner
banner
banner