Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. ágúst 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Scholes valdi úrvalslið samherja sinna úr Man Utd
Scholes var magnaður með Manchester United.
Scholes var magnaður með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes átti heldur betur blómlegan 700 leikja feril með Manchester United og spilaði með geggjuðum fótboltamönnum. Hann vann ellefu úrvalsdeildartitla, FA-bikarinn tvívegis og Meistaradeildina tvisvar.

MUTV fékk Scholes, sem spilaði með Rauðu djöflunum í 20 ár milli 1993 og 2013, að setja saman úrvalslið samherja sinna á þessum tíma.

Daninn Peter Schmeichel er í markinu en ekki Edwin van der Sar. Gary Neville var augljóst val í hægri bakvörðinn en Jaap Stam skákar Nemanja Vidic í baráttunni um að vera við hlið Rio Ferdinand í miðverinum.

Denis Irwin er valinn frekar en Patrice Evra í vinstri bakverðinum.

Scholes er ekki sjálfur í liðinu en hann valdi að spila 4-3-3 með David Beckham og Ryan Giggs við hlið Roy Keane. Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo og Ruud van Nistelrooy eru í þriggja manna sóknarlínunni.

Í viðtalinu við MUTV var Scholes einnig spurður út í þetta tímabil hjá United en hann telur að liðið sé á eftir Liverpool og Manchester City þegar kemur að gæðum til að keppa um titilinn.

Úrvalsliðið sem Scholes valdi: Peter Schmeichel; Gary Neville, Rio Ferdinand, Jaap Stam, Denis Irwin; David Beckham, Roy Keane, Ryan Giggs; Cristiano Ronaldo, Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy.
Athugasemdir
banner
banner