banner
   fös 11. janúar 2019 18:48
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands - Gummi Tóta maður leiksins
Icelandair
Gummi Tóta var ógnandi í leiknum í dag.
Gummi Tóta var ógnandi í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenska liðið fagnar marki Óttars Magnúsar.
Íslenska liðið fagnar marki Óttars Magnúsar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hjörtur Hermannsson í leiknum í dag.
Hjörtur Hermannsson í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ísland og Svíþjóð gerðu 2-2 jafntefli í vináttuleik í Katar í dag. Óttar Magnús Karlsson kom íslenska liðinu yfir en Svíar komust í 2-1 í síðari hálfleik. Varamaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði síðan í viðbótartíma.

Hér eru einkunnir frá Katar.



Frederik Schram 6
Nokkuð öruggur í sínum aðgerðum. Fékk boltann í gegnum klofið í fyrra markinu en skotið kom af stuttu færi.

Birkir Már Sævarsson 7
Stóð sína vakt vel að vanda.

Hjörtur Hermannsson 7
Fínasta frammistaða í hjarta varnarinnar.

Eiður Aron Sigurbjörnsson 7
Var grimmur í sínum fyrsta landsleik.

Böðvar Böðvarsson 6
Hefði mögulega getað lokað á fyrirgjöfina í fyrra markinu og boltinn fór af honum á Thern í síðara markinu.

Óttar Magnús Karlsson 8
Skoraði glæsilegt mark snemma leiks og var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik.

Samúel Kári Friðjónsson 6
Duglegur á miðjunni.

Eggert Gunnþór Jónsson 6 ('67)
Baráttuglaður og lét finna vel fyrir sér á miðsvæðinu.

Guðmundur Þórarinsson 8 ('78) - Maður leiksisn
Mjög hættulegur á vinstri kantinum og óheppinn að skora ekki í fyrri hálfleik. Týndist meira á hægri kantinum í síðari hálfleik.

Arnór Smárason 7 ('67)
Var líflegur í þær 67 mínútur sem hann spilaði. Lagði boltann á Óttar í markinu.

Andri Rúnar Bjarnason 6 ('57)
Duglegur en náði ekki að ógna markinu eins mikið og og oft áður.

Varamenn:

Jón Dagur Þorsteinsson 7 ('67)
Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og jafnaði í viðbótaratíma. Kláraði færið vel.

Hilmar Árni Halldórsson 7 ('67)
Kom inn á í fremstu víglínu, gerði sig líklegan og lagði upp jöfnunarmarkið.

Aron Elís Þrándarson 6 ('67)
Spilaði á miðjunni siðustu 23 mínúturnar og gerði vel.

Axel Óskar Andrésson ('70)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Kolbeinn Birgir Finnsson ('78)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner