Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. janúar 2019 17:31
Elvar Geir Magnússon
Bætist á meiðslalista Tottenham - Dele Alli frá í sex vikur
Dele Alli fór meiddur af velli á 86. mínútu gegn Fulham
Dele Alli fór meiddur af velli á 86. mínútu gegn Fulham
Mynd: Getty Images
Dele Alli, leikmaður Tottenham, verður frá í sex vikur vegna meiðsla aftan í læri sem hann hlaut í sigrinum gegn Fulham á sunnudag.

Meiðslavandræðin hafa hrannast upp hjá Tottenham en fyrir á meiðslalistanum er markahrókurinn Harry Kane sem spilar ekki fyrr en í mars vegna ökklameiðsla.

Alli missir af seinni leiknum gegn Tottenham í deildabikarnum en hann fer fram á fimmtudag.

Miðjumaðurinn Moussa Sissoko verður frá í tvær vikur vegna nárameiðsla og þá er Son Heung-min í landsliðsverkefni með Suður-Kóreu.

Tottenham er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner