Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. apríl 2019 12:25
Arnar Daði Arnarsson
Jordan Tyler meiddist illa á Selfossvelli - Óboðlegar aðstæður
Jordan Tyler leikmaður Þróttar Vogum.
Jordan Tyler leikmaður Þróttar Vogum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Úlfur Blandon.
Úlfur Blandon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jordan Tyler leikmaður Þróttar Vogum meiddist illa í leik gegn Selfossi á gervigrasinu á Selfossi á sunnudaginn síðastliðinn. Tyler þurfti að gangast undir aðgerð strax í kjölfarið og ólíklegt þykir að hann verði meira með Þrótti í 2. deildinni í sumar.

Atvikið átti sér stað á 27. mínútu leiksins, en Jordan Tyler festist í skraufaþurru gervigrasvellinum.

Úlfur Blandon þjálfari Þróttar Vogum er allt annað en sáttur með gervigrasvöllinn á Selfossi og segir hann handónýtan.

„Hann festist í ónýta gervigrasvellinum sem er auðvitað algjörlega ólíðandi. Þetta eru óboðlegar aðstæður, sagði Úlfur í samtali við Fótbolta.net. Hann gerir ekki ráð fyrir því að Jordan Tyler spili meira með liðinu í sumar.

„Það er þó ekkert endanlega komið á hreint en það er ekki líklegt. Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir okkur. Þetta er mikill missir fyrir liðinu af góðum dreng sem hefur verið frábær."

Hvenær renna gervigrasvellir út?
Úlfur veltir því fyrir sér hvort völlurinn sé í raun og veru löglegur til knattspyrnuiðkunar.

„Í fyrsta lagi er malbik við völlinn sem er ólöglegt og það er verið að banna það í 1. deildinni og auðvitað á það að vera bannað alls staðar þar sem verið er að spila. Gervigrasið er 12 ára gamalt og völlurinn var ekki vökvaður fyrir leik og það var skraufþurrt. Fyrst völllurinn var svona þurr þá verður gúmmí-ið á vellinum mjög stant," sagði Úlfur.

„Hvenær renna þessir gervigrasvellir út? Hver sér um eftirlitið á þessum völlum og hvert er utanumhaldið á þessum völlum sem eru löngu runnir út af tíma?" spyr Úlfur sig að og bætir við.

„Ef völlurinn er orðinn svona lélegur eins og á Selfossi á þá að vera spila á honum?"

Tveir leikmenn meiddust í leiknum
Reda Sami Mossa Ati Maamar leikmaður Selfoss fór af velli á 14. mínútu vegna meiðsla.

„Það meiddust tveir leikmenn í þessum leik. Leikmaður Selfoss rann á vellinum og hann endaði með því að renna á malbikið og endaði á grindverki við völlinn. Hann rennur útaf vellinum og rennur síðan á malbikinu sem er hálfum meter frá vellinum og beint á grindverk," sagði Úlfur Blandon þjálfari Þróttar allt annað en sáttur.

Hringt var á sjúkrabíl í báðum tilvikum og því voru tveir sjúkrabílar á vellinum á sama tíma á tímapunkti.
Athugasemdir
banner
banner