Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. apríl 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho eftir tap Man Utd: Agalegur varnarleikur
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur verið að starfa sem Meistaradeildarsérfræðingur í rússnesku sjónvarpi eftir brottrekstur hans úr stjórastól Manchester United í desember.

Hann hefur því verið að fylgjast með Man Utd gera góða hluti eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við félaginu af Mourinho og sá meðal annars sögulegan 1-3 sigur á útivelli gegn Paris Saint-Germain.

Hann horfði einnig á leiki liðsins gegn Barcelona. Fyrri leikurinn tapaðist 0-1 á Trafford en Börsungar unnu þann seinni 3-0 á Nývangi.

„Það var mikið af mistökum í varnarleiknum, hann var alveg agalegur á köflum. Í fyrri leiknum reyndu leikmenn Man Utd að verjast mikið á miðsvæðinu því þar er Messi hættulegastur. Í seinni leiknum breyttu þeir um aðferð og hættu að ráða við hann," sagði Mourinho.

„Það er ekki hægt að biðja varnarmann um að stöðva Messi án aðstoðar. Hann étur þig einn á móti einum. Það verður að búa til búr í kringum hann til takmarka skaðann sem hann getir valdið."

Mourinho segist ekki vera hissa á tapi Man Utd enda sé Barcelona einfaldlega mun betra lið.

„Barcelona er Barcelona, þeir eru betri heldur en Manchester United. Þeir eru með betri leikmenn en Man Utd og mér þykir eðlilegt að þeir hafi unnið þessa viðureign."
Athugasemdir
banner
banner
banner