Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 09. maí 2019 12:52
Arnar Daði Arnarsson
Björn Berg má ekki spila gegn Stjörnunni
Björn Berg í leik gegn FH í 1. umferð.
Björn Berg í leik gegn FH í 1. umferð.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stjarnan og HK mætast í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla annað kvöld á Samsung-vellinum.

Miðvörður HK, Björn Berg Bryde gekk í raðir Stjörnunnar frá Grindavík í október. Í byrjun febrúar var Björn hinsvegar lánaður til HK eftir að Stjarnan fékk til sín miðvörðinn, Martin Rauschenberg frá IF Brommapojkarna í Svíþjóð.

Björn Berg staðfesti það í samtali við Fótbolta.net að hann megi ekki spila gegn Stjörnunni í sumar með HK og verði því ekki með nýliðunum í leiknum annað kvöld.

Þetta er skarð fyrir skyldi fyrir nýliðanna en miðvörðurinn hefur litið vel út í byrjun tímabils í vörn HK og var til að mynda valinn leikmaður 2. umferðar af Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport.

Leikir 3. umferðar:
FH - KA (Föstudag 18:00)
Stjarnan - HK (Föstudag 19:15)
Breiðablik - Víkingur R. (Föstudag 20:00)
ÍBV - Grindavík (Laugardag 14:00)
Valur - ÍA (Laugardag 20:00)
KR - Fylkir (Sunnudag 19:15)

Beinar textalýsingar:
18:00 FH - KA
19:15 Stjarnan - HK
20:00 Breiðablik 0 - 0 Víkingur R
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner