Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 14. júní 2019 22:52
Sverrir Örn Einarsson
Arnar G: Alltaf best að sofa heima hjá sér
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fögnuðu sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deildinni þetta sumarið þegar liðið tók á móti nýliðum HK á gervigrasinu í Víkinni en lokatölur urðu 2-1 Víkingi í vil. Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik en Atli Hrafn Andrason kom heimamönnum yfir eftir um 10 mínútna leik en Ásgeir Marteinsson jafnaði um korteri síðar. Það var síðan Erlingur Agnarsson sem tryggði Víkingum stigin 3 með glæsimarki á 38. mínútu.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 HK

„Það er mjög sætt við töluðum um það fyrir leikinn að búa til gryfju búa til smá fortress. Okkur leið allt í lagi í Laugardal en þetta er bara ekki það sama að fá lyktina af þínum búningsklefa og fólkið sem er að vinna hérna það er náttúrulega alltaf best að sofa heima hjá sér," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, aðspurður hversu sætt væri að sækja fyrsta sigurinn í fyrsta alvöru heimaleiknum í sumar.

Þórður Ingason var ekki með í kvöld vegna meiðsla og í hálfleik gerði Arnar tvær breytingar á liðið Víkings. Voru þær báðar vegna meiðsla?

„Niko var meiddur hann var að ströggla aðeins en með Loga var þetta bara taktiskt. Við þurftum að fá smá reynslu, við erum að spila mikið á svolítið ungum leikmönnum inná milli en Dofri var bara ekki klár í 90 mínútur en við þurftum á hans reynslu og kænsku á að halda.“

Sagði Arnar Gunnlaugsson en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner