Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. júní 2019 20:30
Arnar Helgi Magnússon
Manchester United þarf að borga 60 milljónir punda fyrir Diop
Diop í baráttunni við Harry Kane
Diop í baráttunni við Harry Kane
Mynd: Getty Images
West Ham hefur sett 60 milljón punda verðmiða á varnarmanninn Issa Diop.

Manchester United er sagt áhugasamt um leikmanninn og á að hafa boðið 45 milljónir punda en West Ham hafnaði því tilboði.

Diop vill spila Meistaradeildarfótbolta en er þó ekki að flýta sér burt frá West Ham. Samkvæmt heimildarmönnum Sky Sports er Diop sallarólegur yfir þessu öllu. Hann er til í að skipta yfir til Manchester, en verður ekki sár þó samkomulag náist ekki.

Diop kom til West Ham í júlí í fyrra fyrir metfé, eða 22 milljónir punda. Nú er hann þriðji dýrasti leikmaður í sögu félagsins, eftir komu Felipe Anderson og Pablo Fornals.

West Ham hefur fengið til sín tvo leikmenn síðan að leiktíðin kláraðist. Þá Roberto Jimenez Gago og Pablo Fornals.
Athugasemdir
banner