Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   mið 14. ágúst 2019 20:38
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Ef einhver datt þá var flautað
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson lét Helga Mikael Jónasson dómara heyra það í hálfleik þegar KR heimsótti FH í undanúrslitum bikarsins í kvöld. Hann var meðal annars ósáttur með vítaspyrnudóminn sem gerði það að verkum að FH skoraði fyrsta markið.

En hvað sagði Rúnar við Helga Mikael í hálfleiknum?

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 KR

„Ef að einhver datt þá var dæmt. Ég sagði honum að þetta væri fótboltaleikur og snertingar væru leyfðar. Mér fannst fremstu menn hjá þeim, fyrir utan Beck, henda sér niður. Þeir lágu meira á vellinum en þeir stóðu og það var alltaf flautað. Mér fannst léleg lína í fyrri hálfleik en hún var betri í seinni. Í þessari vítaspyrnu var varla snerting," segir Rúnar.

Í viðtalinu hér að ofan fer hann nánar yfir gang leiksins og er líka spurður út í meiðsli Arnþórs Inga Kristinssonar sem fór meiddur af velli á börum.

„Þetta er einhver snúningur á ökklanum og vonandi verður hann ekki lengi frá. Hann er harður af sér."

KR-ingar eru með sjö stiga forystu í Pepsi Max-deildinni og einbeita sér nú að því að sigla Íslandsmeistaratitlinum í höfn.

„Við ætlum bara að undirbúa næsta leik, það er bara okkar verkefni. Við þurfum að halda áfram. Það eru sex leikir eftir í deildinni og við ætlum að njóta þeirra," segir Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner