Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
   mið 11. september 2019 21:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiríkur Þór: Fjórða skiptið á fimm árum sem við dettum út
Mynd frá 2017 af Eiríki (til hægri).
Mynd frá 2017 af Eiríki (til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Tilfinningin er skelfileg, ég er búinn að vera í Hvíta í fimm ár og þetta hefur núna gerst fjórum sinnum að við dettum út á ógeðslegan hátt í úrslitakeppninni. Þetta er alltaf jafn sárt," sagði Eiríkur Þór Bjarkason, framherji Hvíta riddarans, eftir 4-1 tap síns liðs gegn Elliða í seinni undanúrslitaleik í úrslitakeppni 4. deildar karla. Hvíti tapaði einvíginu 5-3 samanlagt en leikið var um það hvort liðið léki í 3. deild karla á komandi leiktíð.

Lestu um leikinn: Elliði 4 - 1 Hvíti riddarinn.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Undirritaður biðst afsökunar vegna hljóðgæða myndbandsins en þar var tæknin aðeins að stríða honum. Vindurinn var ekki jafn mikill í Árbæ eins og kann að hljóma í upptökunni.

Elliði leiddi í hálfleik 2-0 og Hvíti minnkaði muninn á 65. mínútu.

„Í stöðunni 2-1 vorum við alveg með þá. Síðan kemur bolti í gegn og hann klárar vel og þá er þetta eiginlega búið."

Í kjölfarið heyrist illa í viðtalinu um hvað var spurt en undirritaður ætlar að gera sitt besta til að segja frá því hér: Eiríkur var spurður út í leikinn sinn og að hann hafi fengið tvo góða sénsa í fyrri hálfleik.

„Ég fékk högg á ökklann eftir korter og ákvað að harka af mér þar sem þetta er síðasti leikurinn á tímabilinu. Það er svekkjandi að hafa ekki skorað úr færinu í fyrri hálfleik."

Framundan hjá Hvíta riddaranum er leikur um 3. sætið í 4. deild en liðið mætir þar Kormáki/Hvöt sem tapaði gegn Ægi í hinni undanúrslitaviðureigninni. Venjulega eiga liðin sem komast í úrslit að vera liðin sem fara upp en liðin urðu fleiri í fyrra vegna sameiningar liða í deildum fyrir ofan svo eitthvað gæti verið undir í leiknum um 3. sætið.

„Við ætlum bara í þann leik til að vinna. Við erum búnir að spila á móti þeim tvisvar og okkur mistókst að vinna í bæði skiptin og við ætlum bara að klára þá," sagði Eiríkur að lokum.


Athugasemdir
banner